Mín ljúfasta jólaminning er þegar ég fer á jóladag uppí sófa með sængina mína og horfi á einhverja skemmtilega jólamynd sem er í sjónvarpinu. Og svo þegar við systkynin erum að baka kökur og hlusta á jólatónlist og við syngjum öll með haha. Einu sinni rétt fyrir jól fórum ég,Örvar,Katla og pabbi fórum öll út í garð og pabbi gerði RISA snjóhús og ég,Örvar og Katla vorum þarna inni með kerti. Einu sinni rétt áður en jólin gengu í garð árið 1999 vorum ég og Aníta í 1.bekk. Við vorum á leið í skólann og og við ætluðum að stitta okkur leið og fara í gegnum garða og svo vorum við að fara í gegnum einn garðinn og þá festi Aníta sig lengst niðri í snjónum og komst ekki upp og hún sagði mér að hlaupa og ná í hjálp og ég fór til einhverrar konu og hún kom og hleypti mér inn og ég sagði henni hvað gerðist og hún kom og hjálpaði henni og þessi kona var dáldið gul ím framan og við kölluðum hana alltaf og ferum enþá "gula konan" haha þetta er mjög góð jólaminning.
Tinna(:
Flokkur: Bloggar | 4.1.2008 | 12:03 (breytt kl. 12:03) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.