Færsluflokkur: Bloggar
ég fékk engar bollur á bolludaginn!!!
en ég fékk hinsvegar daginn eftir í skólanum þannig að þetta var ekki skemmtilegur bolludagur.
Sprengjudagur: ég fór í skólann. Og í síðasta tíma var skólasund og það var fatasund það var mjöög gaman haha. svo eftir það fór ég að kaupa gjöf handa krissí sem var að fara að halda uppá afmælið sitt um kvöldið. Það var mjög gaman í afmælinu við borðuðum , töluðum og horfðum á geðveikt skemmtilega mynd. afmælið byrjaði kl 7 en var búið kl hálf eitt og þá fór ég heim að sofa
Öskudagur: ég vaknaði kl 8:00 og ég var búin að gleyma að það væri öskudagur, en svo vakti mamma mig og ég fór að gera mig til. Svo fór ég útí bakkabúð og þar vorum við búin að ákveða að hittast: ég,rannveig,anita,karítas,krissí,ragnheiður,jóhanna,elísa og anný en ragnheiður og krissí vildu ekki koma. við sungum fyrir þau í bakkabúð og héldum svo áfram ferð okkar um bæinn. Við fórum í allar búðir sem nammi var uppá að bjóða. Svo þegar pokarnir okkar voru fullir og lappirnar okkar gátu ekki meira fórum ég og rannveig heim til hennar og fórum svo við hjá anítu og löbbuðum inní íþróttahús þar sem öskuballið áttið að haldast. Við mættum þangað kl 12:00 en við komumst ekki inn þannig að við hringdum í alla og vorum komnar dálítið seint en já svo var öskuballið og það var bara gaman það var dansað og slegið köttinn úr tunnunni og sá sem sló hann fékk bangsa í verðlaun en svo eftir öskuballið var kl orðin 16:00 og þá fór ég heim til anítu og við fórum í sims. svo fór ég heim að borða kvöldmat kl 19:00 og fór svo til anítu og við fórum á leiklistanámskeiðið í atom og við vorum bara 4 þannig við vorum bara að búa til leikrit og gera eitthvað skemmtilegt. eftir það fór ég bara heim að horfa á sjónvarpið og í sims og svo fór ég einhverntíman að sofa;)
Bloggar | 7.2.2008 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mín ljúfasta jólaminning er þegar ég fer á jóladag uppí sófa með sængina mína og horfi á einhverja skemmtilega jólamynd sem er í sjónvarpinu. Og svo þegar við systkynin erum að baka kökur og hlusta á jólatónlist og við syngjum öll með haha. Einu sinni rétt fyrir jól fórum ég,Örvar,Katla og pabbi fórum öll út í garð og pabbi gerði RISA snjóhús og ég,Örvar og Katla vorum þarna inni með kerti. Einu sinni rétt áður en jólin gengu í garð árið 1999 vorum ég og Aníta í 1.bekk. Við vorum á leið í skólann og og við ætluðum að stitta okkur leið og fara í gegnum garða og svo vorum við að fara í gegnum einn garðinn og þá festi Aníta sig lengst niðri í snjónum og komst ekki upp og hún sagði mér að hlaupa og ná í hjálp og ég fór til einhverrar konu og hún kom og hleypti mér inn og ég sagði henni hvað gerðist og hún kom og hjálpaði henni og þessi kona var dáldið gul ím framan og við kölluðum hana alltaf og ferum enþá "gula konan" haha þetta er mjög góð jólaminning.
Tinna(:
Bloggar | 4.1.2008 | 12:03 (breytt kl. 12:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kökudagur,diskó,diskó
í morgunn áttu allir að taka með sér köku og svo var valin flottustu kökuna. ég,Rannveig og Aníta vorum með köku og okkar hét monsúnvindar og við fengumk verðlaun fyrir flottustu hugmyndina:d. í dag er svo jóladiskó handa litlu krökkunum og við erum að sjá um það. svo í kvöld er galakvöld í atom og þá meiga allir mæta sem uppáhalds stjarnan sín´get ekki beðið en tíminn er búin bæj;)
Tinna
Bloggar | 30.11.2007 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
á að hækka bílprófsaldurinn
nei mér finnst að það ætti ekki að hækka hann. Því að það eru ekkert allir unglingar sem eru 17 ára sem eru að glannast!. Og það eru eiginelga bara strákar það eru ekki margar stelpur sem eru að valda bílslysi þannig það á ekki að láta bitna á þeim! Svo eru sumir sem búa ekki í bæ sem verkmenntaskólar eru og þá þurfa þeir að keyra á staðinn sem þeir eru í verkmenntaskóla en þeir geta það ekki nema að vera með bílpróf. svo eru sumir sem fara til reykjavíkur og það er doldið erfitt að vera í reykjavík með enga forledra og ekki með neitt bílpróf. Og þá þarf að taka strætó en það eru ekkert allir sem eru borgarbörn og þau kunna ekkert á strætókerfið! þannig mér finnst að það ætti ekki að hækka þennan bílprófsaldur!
Tinna
Bloggar | 27.9.2007 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afhverju að fara í skóla?
Það er skylda að ganga í skólann núna, því að það er gott og nauðsynlegt fyrir alla krakka að fræðast um hitt og þetta t.d. íslensku, ef við mundum ekki læra hana þá mundum við tala málið okkar bandvitlaust og ef við mundum ekki læra ensku mundum við ekki getað talað við neinn þegar við mundum fara til útlanda því að svo fáar þjóðir læra íslensku. Það er líka gott að fara í skóla til að kynnast krökkum og nýju fólki og maður lærir að hafa samskipti við aðra og tala við aðra. Það er mjög nauðsynlegt að vera í skóla þó að það sé ekkert afskaplega gaman þá verður maður ánægður þegar maður er orðinn stór að hafað farið í skóla og lært svona mikið. Svo þegar við erum búin með grunnskóla þá verður farið í verkmenntaskóla en það er ekki skylda að fara í hann en það er samt mjög nauðsynlegt annars endar maður bara í einhverri skítavinnu og þá sér maður eftir því að hafa ekki farið. En svo er sumt asnalegt við skólann það er t.d. hvað allt skóladótið er dýrt, mamma manns og pabbi þurfa að borga allveg afskaplega mikið bara til að kaupa bækurnar. Svo finnst mér að það ætti ekki að hafa heimalærdóm og allir búnir á sama tíma og enginn göt! En samt mæli ég með því að allir klári grunnskólann,verkmenntaskólann og háskóla! til þess að geta verið það sem maður vill í framtíðinni
Tinna;D
Bloggar | 13.9.2007 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)